Er ekki nóg komið!

Kæri biskup

Ég er sóknarbarni í kirkju KRISTS, okkar sameiginlegu kirkju sem  byggir á trú von og kærleik.  Váleg tíðindi bárust okkur börnum trúar vorrar.  Einn af kennimeisturum kirkjunnar séra Gunnar Björnsson sóknarprestur í selfossprestakalli var ásakaður af stúlkum/ fermingarbörnum sínum um  kynferðislega áreytti og ósæmilega hegðun gagnvart þeim  í kirkjulegu starfi. Þetta mál fór alla leið í hæstarétt með tilheyrandi sársauka og þjáningum sem flestum eru kunn.  Ekki ætlar að sjá fyrir endann á þessu skelfilega máli, nú er okkur aumum börnum kirkju Krist er boðið uppá framhald þar sem séra Gunnari björnssyni er boðið að viðhalda sínum augljósu fýsnum áfram í skjóli biskups og á fullum launum (bjóði aðrir betur).  Ég legg til við allar kirkjudeildir landsins og önnur trúfélög sem í landinu eru að safnað fyrir starfslokasamningi til handa séra Gunnari Björnssyni, og ef ekki dugar til að leitað sé til kirkjusambanda á Norðurlöndum og víðar.


mbl.is Samkomulag við sr. Gunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki ætla ég að afsaka Gunnar. Hann var sýknður í hæstarétti.

Mig langar þó að benda þér á það, þar sem þú skkreytir þig með fjörum Kristninnar að eitthvað er til, sem heitir fyrirgefning og umburðarlyndi, sem meistarinn á sandölunum lagði þunga áherslu á.  Þú hefur væntanlega lesið 1 kor. 13 um kærleikan eða ert jafnvel minnugur gullnu reglunnar, svo ekki sé minnst á sögunni með bersyndugu konuna.  Menn létu það ekki vera að henda í hana steinum af því að þeir voru allir í vændi. En þeir voru allir syndugir og það ert þú líka.  Svo er eitthvað sagt um að elska óvinina þína, ef þú telur Gunnar vera það.

Ef þú treystir ekki leiðtogum kirkjunnar, þá segðu þig úr henni. Ef þú heldur að gildi hennar séu þau sem þú lýsir hér: Hefnd, refsing, fordæming, illúð, illvilji, andúð og skortur á umburðarlyndi, þá ert þú í röngum söfnuði.

Kannski ertu bara að skrifa þetta þér til upphefðar, eða til að breiða yfir eitthvað. Fara með fánýtt hjá og bera trú þína á torg eins og Farísei.  Þú einn veist það. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2009 kl. 02:40

2 Smámynd: Sigurjón

Hræsnin lætur ekki á sér standa...

Sigurjón, 7.11.2009 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband