Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Guð veri með þér. Orð eru ekki aftur tekin.

Ég á mér von.  Vonin er sú að sannleikurinn geri hvern mann frjálsan.  Ef þú neitar sannleikanum,  mun hann birtast fyrir almætti Guðs.

Er ekki nóg komið!

Kæri biskup

Ég er sóknarbarni í kirkju KRISTS, okkar sameiginlegu kirkju sem  byggir á trú von og kærleik.  Váleg tíðindi bárust okkur börnum trúar vorrar.  Einn af kennimeisturum kirkjunnar séra Gunnar Björnsson sóknarprestur í selfossprestakalli var ásakaður af stúlkum/ fermingarbörnum sínum um  kynferðislega áreytti og ósæmilega hegðun gagnvart þeim  í kirkjulegu starfi. Þetta mál fór alla leið í hæstarétt með tilheyrandi sársauka og þjáningum sem flestum eru kunn.  Ekki ætlar að sjá fyrir endann á þessu skelfilega máli, nú er okkur aumum börnum kirkju Krist er boðið uppá framhald þar sem séra Gunnari björnssyni er boðið að viðhalda sínum augljósu fýsnum áfram í skjóli biskups og á fullum launum (bjóði aðrir betur).  Ég legg til við allar kirkjudeildir landsins og önnur trúfélög sem í landinu eru að safnað fyrir starfslokasamningi til handa séra Gunnari Björnssyni, og ef ekki dugar til að leitað sé til kirkjusambanda á Norðurlöndum og víðar.


mbl.is Samkomulag við sr. Gunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband